Vísir - 09.06.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 09.06.1954, Blaðsíða 8
j yíSIR er ódýrasta blaðið og þó i>að fjöl- breyttasta. —- Hringið í s*ma 1660 og gerist áskrifendur. Þcir séin gerast kaupendur VÍSIS eftír 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tíl mánaðamóta. — Sími 1660. Miðvikudaginn 9. júní 1954 StjomSausir bílar valda meiðslum á vegfarendum. Annar ðenti á konu, barni eg grindverkl. f gær runnu tveir síjórnlaus-- Ir bílar af stað hér í bænum og j ollu báðir meiðslum á vegfar- f endum. Annað þessara atvika átti sér stað um eittleytið í gærdag við Borgartún. Þar hafði bifreiðar- stjóri farið út úr bíl sínum, en skilið son sinn ungan eftir í honum. Rétt á eftir rann bíll- inn af stað og lenti m. a. konu, sem var að koma með foarnavagn út úr húsi. Konan marðist á handlegg og barna- vagninn skemmdist. Auk þess xann þifreiðin á grindverk við götuna og braut það. Hitt atvikið skeði uffi hálf- áttaleytið í gærkveldi ofarlega í Bankastræti. Þar var kona í bifreið, en hemlar bílsins bil- uðu skyndilega og bíllinn rann upp á gangstéttina, lenti þar á vegfaranda og marði hann á fæti. Ekki voru þau meiðsli samt talin alvarlegs eðlis. Staðnir að hjólbarðastuldi. Kaupa enskar flugvélar í fyrsta sinn. Seinni hluta nætur aðfaranótt s.I. laugardags varð einn bíleig- andi hér í bænum þess var að nokkurir menn voru að fikta við foílinn hans, þar sem tiann a stóð fyrir utan íiúsið. Maðurinn hringdi þá á lög- reguvarðstofuna og bað um að athæfi þessara manna yrði at- hug'að nánar. Þegar lögreglumennirnir komu svo litlu síðar á staðinn voru þar fyrir þrír náungar, sem voru að bisa við að ná hjólbarða undan bílnum og voru langt komnir með það. Hafði sprungið á þeirra eigin bíl og ætluðu þeir sér að bæta úr óhappinu með því að næla sér í samskonar hjólbarða annars staðar. Lögreglan tók mennina fasta. Einkaskeyti frá A.P. New York í gær. í fyrsta skipti í sögu flug- málanna munu brezkar flug- vélar á næsíunni verða tekn- ar í notkun af amerísku flugfélagi. Hefir félagið Ca- piíal Airlines fesí káup á 3 Vickers Viscount-farþega- véliun í Bretlandi og hefir að auki gert bráðabirgða- pöntun á 37 flugvélum af sömu gerð. Þær eru allar knúnar 4 Rolls-Royce- hreyflum, en ' beim snýr gashverfill skrúfunum. AIIs munu flugvélar þéss- ar kosta um 759 millj. kr., og verða lliinar fyrstu afhent- ar skömmu eftir næstu ára- mót, og verða notaðar á þeim Iuni flugleiðum félagsins, þar, Þ®ss sem mest er um flutninga. í færðust A.-Berlín var einangruð. Unglkoniinánisiar máítu ekki fara inn í V.-lIefSán. Barn varð fyrir bíl. Um hádegisbilið í gær varð ungur drengur fyrir bíl á Kaplaskjólsvegi og hlaut mik- ínn áverka á höfði m. a. hafði . annað eyra hans nær rifnað af. Drengurinn var fluttur á Land- spítalann og var líðan hans eftir öllum vonum er síðast fréttist. Fanst með áverka á höfði. Síðdegis í gær fannst ofur- ölva maður liggjandi á Snorra- foraut. Var sá með skurð á augabrún, en gat ekki gert grein fyrir meiðslum sínum, eða livernig hann hafði hlotið þau. Var helzt gizkað á að hann ihefði skorizt við að detta í göt- una. Lögreglan tók manninn og flutti hann í Landspítalann. Bíl stolið. f fyrrinótt var bifreiðinni R 1617 stolið hér í bænum, en hún fannst nokkuru fyrir há <degi vestur í bæ. Oppenheimer fær að svara. Einkskeyti frá AP. Kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna hefir leyft dr. Oppen- heimer að gera henni grein fyr- ir afstöðu sinni til álits öryggis- ráðs nefndarinnar, sem nýlega var birt. Ráðið hafði lýst yfir, að það teldi allar ásakanir um van- hollustu í hans garð rakalausar, en lagði hinsvegar ekki til, að hann fengi aftur starf sitt sem kjarnorkuráðunautur og fengi þar með aðgöngu að gögnum nefndarinnar. Þessu vildi dr. Oppenheimer ekki una. Nefnd- in synjaði beiðni um, að lög- fræðingur hans fengi að koma á fund nefndarinnar tii að tala máli hans. Mál þetta er stöðugt mikið rætt og mörg blöð tala máli Oppenheimers. TvÓ íþróttamöt um heSgina. Jóel kastaði víir 62 metra Ásmundnr hljóp á 10.9 sek. Bridge: Svelt Haróar Þ. Islandsmeistari. Sveit Harðar Þórðarsonar varð íslandsmeistari í bridge, Landskeppni í bridge fór fram á Siglufirði um hvítasunn una og tóku sex sveitir þátt í henni, 2 héðan úr Rvík, 2 frá Siglufirði, 1 frá Akureyri og 1 frá Húsavík. Leikar fóru þannig, að þrjár sveitir höfðu jafna stigatölu, 8 stig hver, en það voru sveitir Harðar Þórðarsonar Rvík, Sig urðar Kristjánssonar Siglufirði og Vilhj. Sigurðssonar Rvík. — En sveit Harðar hafði hag- kvæmasta punktatölu þessara Þriggja sveita og bar þar með sigur úr býtum. Sveit Sigurðar Kristjánsson- ar varð önnur í röðinni, sveit Vilhjálms þriðja, en fjórða varð sveit Daníels Þórhallssonar Siglufirði með 4 stig. 5. sveit Michaels Jónssonar Akureyri með 2 stig og sjötta sveit Ara Kristjánssonar Húsavík með 0 stig. Einkaskeyti frá A.P. London, í morgun. Mikið ungmennamót komm- únisía vair haidið í Ausiur- Berlín urn hvítasunnuna og herma fregnir þaðan, að þátt- íakendur væra um % milljón. Austurþýzk yfirvöld bönnuðu unglingunum hárðlega að fara til Vestur-Berlínar, 'en yfir 7000 virtu bannið að vettugí. Sunm ungnténnanna báðu dvatarleyfis sem pólitískir flóttamenn. — í brezkum blöð- um er allmikið rætt um komm- únistamót þetta og er talið, að mikið kapp hafi verið lagt á, að smala ungmennunum saman, til þess að mótið gæti orðið einskonar auglýsing um „ein- ingu“ og dregið úr áhrifum 17. uppþotsins, sem varð til um alian heim' sann- menn um ólgu og megna • óánægju í landinu. Blöðin télja, að þótt það tali sínu máli hve mörg ungmenni leituðu til Vestur-Berlínar, sé uggvænlegt, að leikinn sé sami leikurinn og á dögum Hitlers. Meðan mótið stóð var skotið rakettum með áróðursmiðum frá Vestur-Berlin og loftbelgir látnir svífa yfir Austur-Berlín og hafði austur-þýzka alþýðu- lögreglan ærið að starfa við að smala saman miðunum. Genf — Reykvíkingar fóru um hvíta- sunnuhelgina í tvo kaupstaði úti á landi til keppni í frjálsum íþróttum. Fóru Í.R.-ingar til Keflavíkur. Á Akureyri náðist eftirfár- andi árangur: 100 m. hlaup: Vilhjálmur Ól- afsson, Í.R., 11.2 sek. — 200 m. hlaup: Leifur Tómasson, K.A., 23.2 sek. — 1 mílu hlaup: Sig- urður Guðnason, Í.R., 4:33.0 mín. — 3000 m. hlaup: Sigurð- ur Guðnason, Í.R., 4:33.0 mín. —3000 metra hlaup: Sigurður Guðnasön, Í.R., 9:44.6 mín. — 800 m. hlaup: Ingimar Jónsson, K.A, 2:12.4 mín. — 4X100 m. boðhlaup: Sveit K.A. 45.6 sek. — Stangarstökk: Valgarður Sigurðsson, Þór, 3.40 metra. — Hástökk: Gunnar Bjarnason, Í. R., 1.70 m. —• Langstökk: Vil- hjálmur Einarsson, M.K., 6.58 m. — Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson, M.A., 13.72 m. — Kringlukast: Kristbjörn Þórar- insson, Í.R., 36.19 m. — Spjót- kast: Jóel Sigurðsson, Í.R., 62.20 m. — Kúluvarp: Skúli Thorár- ensen, Umf. Keflav., 14.29 m. í Keflavík voru um 30 kepp- endur, bæði frá Keflavík, K.R. og auk þess f jórir Austfirðingar sem vinna á Keflavíkurflug velli. KR-ingar áttu sigurveg ara í öllum greinum og urðu úrslit .þessi: Stangarstökk: Torfi Bryn- geirsson 4.00 metra. — 1000 m. hlaup: Svavar Markússon, 2:42.8 mín. — Langstökk: Guð- jón B. Ólafsson, 6.32 metra. — Sleggjukast: Þorsteinn Löve , 47.86 m. — Kringlukast: Þor- steinn Löve 47.14 m. — 100 m. hlaup: Ásmundur Bjarnason 10.9 sek. Þá var'nýtt unglingamet sett í stangarstökki hér um helg- ina. Valbjörn Þorláksson, K.R., stökk 3.68 m. Svíþjóðarkvöld hjá NF. Norræna félagið hér gekkst fyrir skemmtikvöldi í Þjóðleik- húskjallaranum á föstudag. Til skemmtunar var upplest- ur tveggja, sænskra afbragðs leikara í Sölku-Völku, og þótti upplestur þeirra og skernmti- kvöldið takast mjög vel. Var húsið þéttskiþað, og var forseti íslands meðal gestanna. Aíbragðs afli Austfirðings. Eskifirði, á föstudag. Frá fréttritara Vísis. Togarinn Austfirðingur land- aði hér í gær og í dag tæpum 300 smál. af þorski eftir 11 daga útivist. Fiskurinn fer í vinnslu í hraðfrystihúsinu á staðnum, svo og í herzlu. Smærri bátar hafa aflað vel undanfarið, og hefir afli þeirra allur verið frystur. Hefur frystihúsið nú fryst svip- að magn á þessu ári og á öllu árinu í fyrra fram til 1. sept- ember. Stærri bátar eru farnir að búa sig til síldveiðanna. A£ öðrum fregnum úr kaup- staðnum eru þær helztar, að 8 hús eru þar í smíðum, og ráð- gerð er bygging félagsheimilis í sumar. Um miðjan þenna mánuð verður hafin viðbótar- bygging við hafnarbryggjuna. Þegar henni er lokið, verður viðlegupláss við bryggjuna um 100 metrar. Mikil atvinna hefir verið í kaupstaðnum í vor og tíðarfar með ágætum. Framh. af 1. síðu. hernaðarlegu, en það hefur verið ' stefna Bidaults, að fyrst af öllu beri að ná samkomulagi um vopnahlé, og hvergi hvikað frá þeirri afstöðu. Þessa tilíögu sérstaklega telja sumir stjórji- málafréttaritarar fram komna til þess að hafa áhrif á umræð- una um Indókína -í fulltrúa- deildinni í dag og gera Bidault erfitt fýrir. Vill spilla fyrir. Bent er á, að Molotov hafi ekki látið í Ijós neina, sáttfýsi í ræðu sinni í gær og hafi þess hvergi orðið vart, að hann vildi slaka neitt til frá fýrri tillög- um sínum, og beri ræðan öll með sér, að hann vilji spilla fyrir Bidault og að tillögui hans nái fram að ganga. Falli franska stjórnin við atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni eftir' ræðu Bi- daults. er það jafnframt dómur Molotov hagstæður, þar sem stefna Bidaults í Genf væri þá fordæmd. Gæti þá svo farið, að fyni spádómar rættust um skammlífa fransk.a stjórn, er beíði að marki frið í Tndókína, upp á þá skilmála. sem komm- únistar bjóða bezta. Aðeins ef til r árásar kemur. í brezkum blöðum er tékið vel yfirlýsingu John Foster Dulles, er hann ræddi við frétta menn í gær, og sagði að Banda ríkin myndu ekki gripa til neinna ráða varðandi Indókína upp á eigin spítur, að óbreytt- um aðstæðum, nema þá að til beinnar íhlutunar kínverskra kommúnista kæmi. Hann kvað Bandaríkin stefna áfram að því, að gerður yrði öryggissátt- máli SA-Asíu, en Bandaríkin kæmi þar fram sem vinur hverrar SA-Asíuþjóðar um sig og þeirra allra og rétti þeim hönd til hjálpar. Mii si&iiS. Á hvítasunnudagsmorgun var lögreglunui tilkynnt að bíl hefði verið stolið hér í bænum. Bíllinn sem hér um ræ6ir var R 5150 og var honum stolið á Hofíeigi. Nokkuru eftir að lögreglunni hafði verið tilkynnt um stuld- inn fannst bíllinn og skammt þaðan, sem honum hafði verið stolið. t Próf. ðeck og frú boóió tii ¥e$tfjarða. Prof. Richard Beck og kona hans fóru í dag flugleiðis til ísafjarðar. Eru þau boðin þangað af Stórstúku íslands, en þing hennar verður haldið á ísa- firði næstu daga. Auk þess standa vinir og velunnarar hjónanna fyrir vestan að ferð þessari. í kvöld flytur próf. Beck opinbert erindi á staðnum, en á morgun flytur hann stór- stúkuþinginu kveðjur vestan um haf. Hingað koma þau hjón- in aftur á föstudaginn. Churchúl lætur til sín heyra. Sir Winston Churchill sagði í gær, að þær þjóðir, sem fylgdu kommúnistum, og þær, sem ekki vildu aðhyllast hann, ættu að geta lifað í sama heimi, án þess að troða illsakir hverjar við aðra, valið væri milli styrj- aldar og friðar. Styrjöld boðaði hrun og eyðingu fyrir alla, frið- ur velsæld fyrir alla. Umferðarslys á Akureyri. Á laugardaginn 5. (þ. m. fót- brotnaði maður í nmferðarslysi á Akureyri. Maður þessi var á reiðhjóli og reiddi barn fyrir framan sig á hjólinu er hann rakst á jeppa- bíl og kastaðist við það af hjól- inu og í götuna. Barnið slapp ómeitt en hjólreiðarmaðurinn,' fótbrotnaði og hlaut auk þess mikið höfuðhögg. Hann var fluttur á sjúkrahús. Maður þessi heitir Kristjón Kristjánsson og er verkamaður á Akureyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.